Fréttir

,,Erum eins og fjölskylda''

Körfubolti | 16.09.2010
Ari fór fyrir okkar mönnum í kvöld.
Ari fór fyrir okkar mönnum í kvöld.
,,Það voru ekki margir sem töldu okkur tilbúna í þetta verkefni, En við ákváðum að berjast sem ein heild, eða eins og ég segi sem fjölskylda" sagði kampakátur Ari Gylfason sem fór heldur betur í gang í kvöld og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir KFÍ.

Ari var með 25 stig (6/8 í þristum, 2/2 í tvistum og 3/4 í vítum) ,,það sem hjálpaði mér var að lesa upphátt úr biblíunni í 40 mínútur" sagði kappinn sem býst við að endurtaka það, en tekur fram að Sigmundur Helgason verði að vera viðstaddur því hann hlýddi á allan lesturinn og það er þá orðið að vana.

Ari sagðist vilja skila kveðjum til allra heima Ísafirði. Hann sagði að hann hefði fundið fyrir nærveru allra bæjarbúa í leiknum sem hefði verið sér mikill innblástur.
Deila