Fréttir

Eva Margrét Kristjánsdóttir íþróttamaður KFÍ 2011

Körfubolti | 24.01.2012
Eva er hér fjórða frá vinstri í hóp glæsilegra fulltrúa íþrótta ´Ísafjarðarbæ. Við óskum Thelmu Jóhannsdóttur til hamingju með titilinn og einnig öðrum sem tilnefnir voru.
Eva er hér fjórða frá vinstri í hóp glæsilegra fulltrúa íþrótta ´Ísafjarðarbæ. Við óskum Thelmu Jóhannsdóttur til hamingju með titilinn og einnig öðrum sem tilnefnir voru.

Eva tók þátt í kjöri um íþróttamann ársins hjá Ísafjarðarbær og var valin af KFÍ sem okkar fulltrúi enda toppeintak á ferð. Hér er umsögn KFÍ um Evu:

 

 Eva hefur æft frá unga aldri eða síðan 2004 þá 7 ára gömul, með mjög góðum árangri. Eva er ein af efnilegsustu stúlkum á landinu og er árangur hennar eftirtektarverður. Hún spilar með 10. flokk stúlka, unglingaflokk og meistaraflokk kvenna í 1. deild. Á árinu 2011 spilaði hún fimm landsleiki með U-15 ára landsliði Íslands og var valin í úrtakshóp U-16 ára landsliðs Íslands, en var þá 14 ára að aldri. Og er núna í verkefnum með U-16 ára landsliðinu.

 

Eva Margrét er afreksíþróttamaður í landsliðsklassa sem fæir mjög stíft, af alúð og tekur aukaæfingar til þess að ná enn betri árangri, en af sama skapi stendur sig vel í námi og starfi félags síns.

 

Þjálfarar telja það forréttindi að þjálfa Evu og er hún góður vinur og liðsfélagi. 

 

F.H KFÍ

Sævar Óskarsson, Formaður

Deila