Fréttir

Flott frammistaða hjá 9. flokki

Körfubolti | 27.10.2013
Kátir KFÍ strákar eftir sigurinn gegn Breiðabliki
Kátir KFÍ strákar eftir sigurinn gegn Breiðabliki

9. flokkur drengja lék í fjölliðamóti um helgina.  Mótið fór fram í Bolungarvík og á Ísafirði.  KFÍ lék 3 leiki, vann einn og tapaði tveimur og enduðu í 4. sæti sökum óhagstæðs stigamunar.  Þór frá Akureyri vann alla sína leiki og færast því upp í C riðil en hlutskipti KFÍ er að falla niður í E riðil.  Einnig léku í riðlinum Breiðablik og Hrunamenn.  Öll úrslit mótsins má finna hér og lokastöðuna hér.

 

KFÍ drengir léku ljómandi vel og uxu með hverjum leiknum.  Frammistaðan í lokaleiknum var töluvert betri en í þeim fyrsta og gaman að sjá strákan fá trú á eigin getu eftir því sem leið á mótið.

 

Leikur #1

KFÍ-Þór  29-55

 

Lentum í besta liðinu í fyrsta leik.  Okkar strákar spiluðu ljómandi vel í fyrri hálfleik og héldu í við Þórsara og var staðan í hálfleik 20-28.  Frammistaðn í seinni hálfleik var hins vegar ekki alveg til fyrirmyndar og skoruðum við ekki nema 9 stig gegn 27 stigum Þórsara.  Mirko og Jason leyfðu öllum að spila en strákar úr minnibolta og 7. flokki aðstoðuðu okkar 7 leikmenn sem gjaldgengir eru í 9. flokk

 

Stigin:

Haukur Jakobsson 13

Pétur Tryggvi Pétursson 11

Tryggvi Fjönisson 4

Aðrir sem skoruðu ekki í leiknum en stóðu sig engu að síður vel voruBergsteinn Bjarkason, Gísli Njálsson, Benedikt Guðnason, Egill Fjölnisson, Daniel Wade, Rúnar Guðmundsson, Hrannar Egilsson, Hugi Hallgrímsson og Hilmir Hallgrímsson.

 

Leikur #2

KFÍ-Hrunamenn 45-58

Ágætis leikur af okkar hálfu gegn sprækum Hrunamönnum.  Við lendum fljótlega 10 stigum undir og sá munur hélst meira og minna út leikinn.  Fín barátta og flott spil sást á köflum hjá okkar strákum.

Stigin:

Haukur 27

Pétur Tryggvi 7

Rúnar 5

Bergsteinn 4

Hilmir 2

 

Leikur #3

KFÍ - Breiðablik  52-51

Lokaleikurinn og jafnframt besti leikur okkar var æsispennandi allan tímann og þurfti framlengingu til að skera úr hver myndi vinna.  KFÍ piltar börðust eins og ljón dregnir áfram af stórleik Hauks Jakobssonar sem bara skoraði og skoraði og endaði með heil 39 stig pilturinn.  Það var þó liðsheildin sem skilaði þessu og lögðu allir sitt fram til sigursins.  Þeir sem komu inn á börðust í vörn og rifu niður fráköst og ungu strákarnir á bekknum hvöttu félaga sína áfram.  Það voru svo glaðir drengir sem stóðu uppi sem sigurvegar enda má sjá þá skælbrosandi á meðfylgjandi mynd.

Stigin:

Haukur 39

Pétur 6

Hrannar 5

Bergsteinn 2

 

Eins og áður segir batnaði leikur KFÍ pilta eftir því sem leið á mótið.  Samspil og skilningur batnaði mjög.  Það var helst að fréttaritara fyndist skorta á að allir tækju þátt í frákastabaráttunni, afar mikilvægt að allir leggi sitt af mörgum, gengur ekki að stóru strákarnir séu einir að berjast í því.  Það á aldrei að gerast í körfuboltaleik að leikmenn standi bara og horfi á.

 

Jákvæðu punktarnir voru þó miklu fleiri og greinilegt að Mirko og Jason eru að gera fína hluti með strákana.  Liðið tekið miklum framförum frá í fyrra og leikmenn allir tekið framförum og sumir hverjir gríðarlegum framförum.  Þetta kemur allt með æfingunni, menn uppskera eins og þeir sá.  Nú er að æfa vel fram að næsta móti og vinna sig strax upp í D-riðil aftur.

Deila