Fréttir

Flottur endir á góðum vetri hjá 9.flokki stúlkna.

Körfubolti | 27.03.2011
KFÍ 9. flokkur stúkna 2010-2011
KFÍ 9. flokkur stúkna 2010-2011
1 af 9
Stelpurnar í 9.flokki kvenna sýndu það og sönnuðu um helgina að þær ætla sér stóra hluti í körfuboltanum eftir að hafa unnið sig upp í A-riðil. Þar með eru þær komnar í hóp fimm bestu liða í þeirra árgangi á landinu.

Stelpurnar tóku á móti Tindastól og Haukum á Torfnesi bæði laugardag og sunnudag í 9. flokk B-rilðli fjölliðamóts Íslandsmóts KKÍ. 

Á laugardag byrjuðu stelpurnar vel og unnu Tindastóll 43 - 37. Leikurinn var jafn allan tímann og skiptust liðin á að hafa nokkra stiga forustu en í fjórða leikhluta stigu stelpurnar upp og unnu verskuldaðan sigur. Stigin skiptust: Eva 17, Lovísa 11, Lilja 6, Sigrún 5 og Rósa 4.

Seinni leikurinn var á móti Haukum og voru fæturnir orðnir þreyttar og erfitt var að halda úti baráttu allan tíman. En þrátt fyrir það var leikurinn jafn nánast allan tímann. Þegar átta sekúndur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 40 - 40 en Haukar áttu síðasta skotið sem þær settu ofan í og unnu því tveggja stiga sigur 40 - 42.
Stigin skiptust: Eva 27, Lovísa 6, Sigrún 4, Linda 3.

Sunnudagurinn hófs snemma með leik gegn Tindastól. Eitthvað voru stelpurnar lengi í gang og voru ekki að mati þjálfarans tilbúnar að leggja sig 100% fram. Þrátt fyrir það var munurinn ekki svo mikil í lokin en ósigur staðreynd 27 - 36.
Stigin skiptust: Lilja 8, Rósa 8, Eva 6, Sigrún 3 og Málfríður 2.

Eftir að hafa farið yfir stöðuna úr leiknum gegn Tindastól ákváðu stelpurnar að sýna það og sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þær hafa alla burði til þess að ná lagt í körfubolta og tóku á móti Haukum fullar sjálfstraust. Þurftu þær að vinna Hauka með 10 stiga mun til þess að vinna riðilinn. Með þessi skilaboð ákváðu þær að taka leikinn í sínar hendur og klára mótið með stæl. Hart var barist allan leikinn en fjórði leikhluti var eign okkar og unnu við hann 20 - 8. Loka tölur voru 47 - 28 og A-riðill staðreynd. Stigin skiptust: Eva 20, Lilja 8, Rósa 7, Lovísa 7 og Sigrún 5. 

Þarna er óhætt að segja að stelpurnar hafi lagt sig 100% fram. Í upphafi vetrar byrjuðu stelpurnar í C-riðli og hafa þær verið að fara á milli C - og B - riðils í vetur. En með miklum áhuga og elju hafa þær tekið frábærum framförum sem einstaklingar og lið sem hefur skila þeim þessum árangri. Því má segja að framtíðinn sé björt hjá þessum stelpum sem byrja næsta tímabil í A-riðil ásamt fjórum öðrum liðum sem sýnir okkur það að liðið okkar er eitt af þeim fimm bestu í þessum árgangi eftir þennan vetur.

Til hamingju stelpur
Áfram KFÍ


Stefanía Ásmundsdóttir Deila