Það er óhætt að skrifa hér að fólk hafi fengið góða skemmtun á Jakanum í kvöld. Bæði lið voru að spila frábæran bolta, en í þetta sinn voru drengirnir okkar aðeins sterkari þegar á þurfti að halda og fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 92-85.
Strax frá byrjun var ljóst að bæði lið ætluðu sér að sigra enda var þessi leikur fjögurra stiga leikur. Fyrri leikur liðanna fór 86-83 fyrir okkur á Sauðárkrók og bæði þessi lið þurftu nauðsynla að sigra leikinn. Og það var eins og við manninn mælt. Nýji leikmaður Stólanna byrjaði feykilega sterkt og kom gestunum á bragðið og komust þeir vel gang en enginn þó betri en Þröstur Leó sem fór að hitta ógurlega. En í okkar liði eru líka frambærilegar skyttur og fór Kristján Pétur fyrir þeim og elti Þröst. Eftir fyrsta leikhluta var allt í járnum og var staðan eftir hann 22-23.
Áfram hélt fjörið í þeim næsta og náðu okkar drengir smá forskoti, en Stólarnir voru aldrei langt undan og ef litið var af þeim augnablik gengu þeir á lagið og voru komnir upp að okkur á svipstundu. Þegar gengið var til búningasklefa var staðan 41-41 og víst var að seinni hálfleikur yrði mikið stríð.
En svo kom flottur kafli hjá Ísdrengjunum og staðan eftir sex mínútur var 60-49 og leikurinn nokkuð okkur í hag. Góð vörn var að skapa þetta fyrir okkur og staðan að lokum þeim þriðja var 66-58 og við með tökin.
Stólarnir komu ákveðnir til leiks í þeim fjórða og voru allt í einu búnir að koma leiknum í fjögur stig 70-66 og farið að trekkaj suma í sætum sínum, en þá kom Damier með góð átta stig og staðan kominn í 77-68. Gestirnir komu til baka og náðu leiknum í fimm stig 83-78, en við áttum leikinn eftir það og silgdum mjög mikilvægum leik í höfn. Lokastaðan 92-85 og fögnuðurinn mikill hjá leikmönnum sem og fjölmörgum áhorfendum sem mættu á Jakann og eru strákarnir búnir að sigra í þremur af fjórum fyrstu leikjum eftir áramót sem er snilld og við tökum það með auðmýkt.
Þetta var erfiður leikur að dæma og fyrir utan örfá mistök voru dómararnir þeir Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Tómas flottir og héldu vel utan um leikinn.
KFÍ:
Damier setti 33 stig, 8 fráköst, 5 stoðir og 2 stolnir.
Kristján Pétur 20 stig, 5 fráköst (6/11 í þristum).
Tyrone 19 stig, 6 fráköst og 2 varin skot.
Mirko 17 stig, 15 fráköst, 3 stoðir. Maður leiksins.
Hynur 3 stig, 2 stoðsendingar.
Jón Hrafn 3 fráköst og 2 stolnir.
Sam 2 fráköst, 2 stolnir.
Tindastóll:
Þröstur Leó 25 stig, 4 fráköst *Maður leiksins hjá Stólunum.
Roburt Sallie 24 stig, 13 fráköst og 4 stolnir.
Robert Valintine 12 stig, 13 fráköst, 1 varinn.
Helgi Rafn 10 stig, 5 fráköst.
Svavar 5 stig, 3 fráköst.
Sigtryggur 3 stig, 2 stoðir.
Pétur Rúnar 2 stig, 2 fráköst, 2 stoðir.
Helgi Freyr 3 stig, 2 fráköst.
Deila