Fréttir

Fullt af körfubolta í dymbilviku

Körfubolti | 12.04.2019
Stelpurnar í stúlknaflokkur,10. og 9. flokki Vestra verða önnum kafnar fram að páskum en framundan hjá þeim eru fjórir heimaleikir.
Stelpurnar í stúlknaflokkur,10. og 9. flokki Vestra verða önnum kafnar fram að páskum en framundan hjá þeim eru fjórir heimaleikir.
1 af 2

Elstu liðsmenn yngri flokka Kkd. Vestra eru svo sannarlega ekki komnir í páskafrí því samtals eru sjö heimaleikir framundan fyrir páska, jafnt hjá stúlkum sem drengjum. Það er því sannkölluð körfuboltaveisla framundan næstu daga hjá yngri flokkunum.

Fyrstar í röðinni eru stelpurnar í 10. flokki sem taka á móti Tindastólsstelpum á Torfnesi kl. 10:30 í fyrramálið. Drengjaflokkur mætir svo Tindastólsstrákum á sama stað kl. 12:00.

Á sunnudagsmorgun kl. 10:00 eru það stelpurnar í 9. flokki sem etja kappi við jafnöldrur sínar úr Snæfelli og kl. 14:00 síðdegis mætir stúlknaflokkur sameiginlegu liði Fjölnis, ÍR og Skallagríms. Sá leikur fer fram á Torfnesi. Síðar sama dag, eða kl. 16, mætir drengjaflokkur mótherjum frá Grindavík og fer sá leikur fram í Bolungarvík.

Á mánudag heldur veislan áfram þegar drengjaflokkur tekur á móti b-liði FSu en sú viðureign verður á Torfnesi. 

Síðasti leikurinn í þessari dymbilvikuseríu er svo í bítið á þriðjudag, kl. 10:00, þegar 10. flokkur stúlkna fær Keflavíkurstúlkur í heimsókn.

Við vonum að stuðningsmenn Vestra verði duglegir að koma á leiki helgarinnar en vitum að erfiðara verður að fylla stúkurnar um miðjan dag á virkum dögum. 

Leikirnir í tímaröð:

Laugardagur:

10:30 Torfnes  10. flokkur stúlkna Vestra - Tindastóll 

12:00 Torfnes  Drengjaflokkur Vestra - TIndastóll

Sunnudagur:

10:00 Torfnes  9. flokkur stúlkna Vestra - Snæfell

14:00 Torfnes  Stúlknaflokkur Vestra - Fjölnir/ÍR/Skallagrímur

16:00 Bolungarvík  Drengjaflokkur Vestra - Grindavík

Mánudagur:

14:30 Torfnes Drengjaflokkur Vestra - FSu b

Þriðjudagur:

10:00 Torfnes 10. flokkur stúlkna Vestra - Keflavík

 

 

Deila