Fréttir

Fyrsti leikur okkar í Lengjubikarnum í kvöld

Körfubolti | 11.10.2012
Þeir eru tilbúnir drengirnir
Þeir eru tilbúnir drengirnir

Fyrsti leikur okkar í Lengjubikarnum í ár er gegn Hamri á Jakanum n.k. sunnudag kl.19.15 og eru það drengirnir hans Lalla Friðfinns úr Hveragerði sem koma og etja kappi við okkur. 

 

Lengjubikarinn er skemmtileg keppni sem veitir marga leiki inn í vertíðina hjá körfunni og gefur einnig 1.deildar liðum tækifæri. Þarna vorum við í fyrra og gékk vel hjá okkur. Það er ekkert annað á dagskrá en að gera vel þarna og hlakkar öllum til að mæta til leiks.

 

Steini mun verða með Muurikka pönnuna á sínum stað kl.18.15 ,,þetta er ekki grill. þetta er ekta" og galdra fram frábæra borgara.

 

KFÍ-TV og BB Sjónvarp verða á staðnum og verður bein útsending að sjálfsögðu frá KFÍTV  fyrir þá fjölmörgu sem fylgjast með. Við byrjum útsendingu kl.19.00 og leikur hefst kl.19.15.

 

Áfram KFÍ

Deila