Fréttir

Gestrisni KFÍ of mikil gegn Breiðablik

Körfubolti | 04.10.2009 Drengjaflokkur KFÍ lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu á laugardag. Gestir í þetta sinn voru drengirnir úr Kópavogi, Breiðablik sem fóru með sigur af hólmi 72-97. Breiðablik er með hörkulið og var oft gaman að sjá tilþrif þeirra, en það var einnig gaman á köflum að sjá til okkar drengja og eru þeir til alls líklegir í vetur.

Þess má geta hér að dómarar leiksins voru mjög góðir, það voru þeir Þórir Guðmundsson og Arnar Guðnundsson og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

 

Drengirnir okkar voru seinir í gang og hentu boltanum of oft frá sér og úr urðu hraðaupphlaup frá frískum strákum frá Breiðablik. Það koma berlega í ljós að strákarnir okkar þurfa nokkra leiki til að slípa sig saman, en það kemur :)

Besti drengurinn hjá KFÍ í þessum leik var Óskar Kristjánsson og á hann hrós skilið !!

Stigin skiptust þannig.


Florijan Jovanov 14
Óskar Kristjánsson 13
Guðmundur Guðmundsson 11
Leó sigurðsson 10
Sævar Vignisson 9
Stefán Diego 5
Hákon Vilhjámsson 3
Guðni Páll Guðnason 3
Gautur Guðjónsson 2
Ingvar Viktorsson 2


Áfram KFÍ

Deila