Fréttir

Góður sigur á Þór

Körfubolti | 10.01.2011
Stelpurnar stóður sig vel
Stelpurnar stóður sig vel
KFÍ og Þór Akureyri mættust í höllinni fyrir norðan í gær í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn framan af en KFÍ-stúlkur sigu fram úr í lokin og fóru heim með 48-71 sigur í farteskinu. Á heimasíðu Þórs má finna frétt um leikinn auk myndasafns frá honum. Stigaskor í leiknum var eftirfarandi Stefanía 26, Linsey 19, Hafdís 10, Eva 7, Sunna 3, Guðlaug 2 og Sólveig Páls 2. Þess má geta að merkja má mikla framför á stelpunum frá því þær hófu leik í haust og eftir ekki langan tíma og meiri reynslu eiga þær eftir að sýna enn meiri tilþrif á vellinum. Deila