Fréttir

HAMRABORGARMÓTIÐ

Körfubolti | 09.02.2020

Á morgun, mánudag, fer fram hið árlega Hamraborgarmót yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Vestra en það er innanfélagsboðsmót meistaraflokks karla fyrir krakka í 1.-6. bekk. Keppt er á Torfnesi. Yngstu tveir árgangarnir keppa milli 17-18 en eldri hefja leik um kl. 18 og spila fram undir 19:30. Þátttakendur fá rjúkandi heitar pizzur í boði Hamraborgar að keppni lokinni. Allir kátir krakkar eru í 1.-6. bekk eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir æfa körfubolta eða ekki.

Deila