Það var breitt bros sem var á andliti Pétur Más þjálfara og Sævars Óskarssonar formanns KFÍ þegar þeir gengu frá samning við Hlyn "speedy Gonzales" Hreinsson í kvöld. Hlynur er kærkomin viðbót í breiðan hóp stráka í unglinga og meistaraflokk KFÍ, og eru mörg ár síðan við höfum getað státað af eins öflugum hóp.
Nú tekur alvaran við. Pétur Már er kominn á fullt í vinnu og yfirgefur aðeins Jakann til að nærast og sofa. Hann er með einstaklingsæfingar og núna eftir helgina fer hópurinn að koma saman af alvöru. Það er mjög spennandi verkefni sem bíður flokka KFÍ í vetur og á það við um stelpurnar og strákana.
Báðir meistaraflokkarnir eru byrjaðir að æfa og er tilhlökkunin mikil fyrir átök vetrarins. Það er frétta að vænta úr meistaraflokk kvenna og verður það sett hér á síðuna á næstunni.
Hlynur Hreinsson, velkominn í hópinn. Nú er verk að vinna...
Áfram KFÍ
Deila