Fréttir

Hugh Barnett í KFÍ

Körfubolti | 17.10.2010
Hugh Barnett
Hugh Barnett
Fyrrum leikmaður Arkansas Pine Bluff Hugh Barnett er genginn til liðs við lið KFÍ. Eftir að ljóst varð að Edin þyrfti í aðgerð var niðurstaðan að fá miðherja í liðið enda sú staða ekki mönnuð hjá okkur. Fyrir valinu varð Hugh sem er Englendingur og var með Arkansas í fjögur ár. Hann er 206 cm á hæð og lítil 117 kg. Hann mun spila með liðinu gegn ÍR í kvöld mánudag 18. október og við bjóðum hann velkominn í fjölskylduna. Deila