Fréttir

Igor Tratnik spilar á Spáni í vetur.

Körfubolti | 31.07.2010

Hinn viðkunnarlegi Igor Tratnik sem spilaði frábærlega með KFÍ í vetur hefur gert samning við Tenerife Rural frá Spáni um að spila þar næsta vetur. Hann gerði samning við KFÍ um að spila hér, en var með klásúlu um að fá sig lausan ef boð frá stærra liði bærist. Tenerife leikur í Leb-gold deildinni sem er gríðarlega sterk og verður gaman að fylgjast með þessum unga pilti í vetur. 

Deila