Fréttir

Jason Smith að standa sig í Brasilíu

Körfubolti | 24.04.2014

Það þekkja allir fyrrum leikmann okkar  Jason Smith sem lék með okkur fyrri hluta tímabils með frábærum árangri og af mörgum talinn eins sá albesti sem spilað hefur með KFÍ. Hann fór um áramót til Brasilíu í efstu deildina þar og hefur heldur betur verið að standa sig. Hann spilar með Mogi das Cruzes/Helbor í efstu deild og enduðu þeir tímabilið í tólfta sæti af sautján. Þeir gerðu sér lítið fyrir og slógu út liðið sem endaði í fimmta sæti 3-1 og eru komnir í átta liða úrslit.

 

Jason hefur fallið einkar vel inn í Mogi og hefur átt frábært tímabil síðan hann kom. Þeir sem vilja fylgjast með honum geta klikkað Hér á síðuna hans á Facebook og er næsti leikur hans á morgun 25.apríl og setur hann alltaf inn tengil sem hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni á netinu.

 

Það er gaman að sjá fyrrum félaga og vin standa sig svona vel og hefur samband reglulega.

 

 

Deila