Fréttir

Jólagjöfin í ár er liðsheild að hætti Péturs Más

Körfubolti | 17.12.2011
Liðin  okkar hafa unnið sér inn gott jólafrí. Liðsheild Ehf er á siglingu
Liðin okkar hafa unnið sér inn gott jólafrí. Liðsheild Ehf er á siglingu

Það er það staðfest. Við hringjum inn jólin með bros á vör. Gríðarlega góð vörn gjörsamlega tók Borgnesinga út af  jötunni í Fjósinu og þeir áttu engin svör við leik okkar. Lokatölur 71-97.

 

Leikurinn var jafn á fyrstu mínútunum og staðan eftir 5 mínútur var 10-12, en á örskotstundu breytum við stöðunni í 10-20 og leiddum eftir fyrsta leikhluta 16-25. En í öðrum leikhluta tókum við áhlaup og náðum 17 stiga forskoti 20-37 og var Pétur Már duglegur að skipta inn á og allir að leggja af mörkum. Þegar þarna var komið slökuðum við aðeins og mikið á, en vorum samt með 10 stiga forskot þegar hlaupið var til búningsherbergja. Staðan 29-39.

 

Þriðji leikhlutii var okkar og eftir að tæpar 6 mínútur voru liðnar af leiklutanum var staðan orðinn 31-52 og við með öll völd. Við héldum áfram með tangirnar á sköllunum og þegar síðasti leikhluti hóst var staðan 45-70 ! Og vörnin glæsileg sem hefur verið okkar aðalsmerki í vetur.

 

Í fjórða náðum við 30 stiga forskoti á þá 47-77 og héldum leik okkar áfram af krafti og úthald okkar var einfaldlega of mikið fyrir Borgnesinga og ekki fékk Pálmi þjálfari jólagjöfina í ár frá sínum drengjum, heldur var það Pétur Már sem fagnaði ásamt piltum sínum og haldi í jólafrí með bros allan hringinn. Lokatölur 71-97.

 

Liiðsheildin að vestan sem er skrásett vörumerki sá um þennan eins og svo marga aðra í vetur, en Craig sem var með 3 stig í hálfleik stýrði drengjunum og endaði með 27 stig, 7 fráköst, 11 stoðsendingar og 3 stolna.

 

Chris var með 20 stig, 13 fráköst og 4 variin skot og heldur áfram að heilla alla. Ari er bara einfaldlega orðinn frábær og skilaði 19 punktum. Edin kom með 15 stig, 4 fráköst og 2 varin skot. Kristján Pétur 5 stig 6 fráksöt og Siggi Haff elti hann með sama stigafjölda. Leó setti 3 og Jón Hrafn bara´ttujaxl var með sama stigafjölda og bætti við 6 fráköstum. Einnig vöru Hlynur og Hermann Óskar traustir. Framlagstuðull okkar í kvöld var 130 gegn 73 Borgnesinga sem segir eiginlega allt sem gegja þurfti um leikinn.

 

Sem sagt. Jólagjöfin í ár plús gjöfin í alla skó fram að jólum er sigur og förum við taplausir í jólafrí glaðir en einbeittir fyrir verkefnið sem hefst eftir jólafrí. Strákarnir hafa unnið inn fyrir rúmlega vikufríi og erum við öll rosalega stolt af þeim.

 

Áfram KFÍ

 

Deila