Fréttir

KFÍ-Fjölnir á miðvikudag í Dominos deildinni

Körfubolti | 10.10.2012
Næsti kominn
Næsti kominn

Það er ekki löng bið í næsta leik hjá drengjunum okkar. Næsti leikur er eftir tvo daga eða n.k miðvikudag 10.október og gestir okkar strákarnir hans Hjalta Vilhjálmssonar úr Grafarvogi, en þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu KR í gærkvöld og sýna rétt eins og við hér á KFÍ síðunni höfum þó vitað að þeir ætla sér stóra hluti í vetur og hafa allt til þess að bera með jöfnum og skemmtilegur hóp úr að moða.

 

Við ætlum að gera þennan leik fjölskylduvænan og mun Steini koma með Muurikka pönnuna "þetta er ekki grill, þetta er ekta" og galdra fram hamborgara eins og honum er einum lagið. Grillið hefst kl. 18.15 og er þetta frábær leið til að þurfa ekki að kaupa sér í matinn, elda og vaska upp. Bara koma með famelíuna og skella í sig borgara "a la Steini og Eva"

 

Við fengum frábæra áhorfendur á Jakann í gærkvöld og viljum fá þennan hóp aftur og fleiri til !

 

KFÍ-TV verður á sínum stað og sendir frá leiknum til áhorfendaþyrstra aðdáenda vís vegar um heim. En áhorf á siðasta leik var vo magnað að serverinn okkar fór á hvolf. Það er búið að gera vieigandi rástafanir til að þetta gerist ekki aftur, en við á netsjónvarpinu erum afar þakklátir fyrir stuðninginn sem við erum að fá og lofum miklum og góðum nýjungum á næstunni.

 

Hér er bútur frá leiknum gegn Skallagrím sem Fjölnir Baldirsson  hjá BB Sjónvarp setti inn

 

Ástæða þess að leikurinn er á miðvikudag en ekki á fimmtudag eins og ráðgert var, er vegna Íslandsmeistaramóts í Bocchia sem haldið er hér 11-13.október á Jakanum og ber að fagna þessu framtaki.

 

Áfram KFÍ

Deila