Fréttir

KFÍ-ÍA á sunnudagskvöld 28. febrúar

Körfubolti | 25.02.2010
,,Já við getum
,,Já við getum" :)
Á sunnudagskvöldið n.k. koma strákarnir frá ÍA í heimsókn og er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Ef KFÍ sigrar í leiknum þá erum við búnir að tryggja okkur sæti Í Iceland Express  deildinni næsta vetur. Á sama tíma er hver leikur fyrir ÍA mikilvægur þar sem þeir eru að reyna að halda sér uppi í 1. deild, en ÍA og Ármann berjast um fallið niður með Hrunamönnum. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu fyrir þá sem ekki komast á leikinn.

Það er því gríðarlega mikilvægt að allir láti sjá sig á Jakanum og hvetji okkur til dáða. Strákarnir af skaganum eru með mjög skemmtilegt lið og töpuðu síðasta leik gegn Val eftir tvíframlengdan leik 106-114, en Valur er í þriðja sæti deildarinnar. Þetta er því ekki leikur sem taka á sem sjálfsögðum sigri, því skagastrákarnir eru ekki á leið hingað til að afhenda okkur leikinn innpakkaðan með slaufu á.

Nú viljum við sjá fullt hús og brjálaða stemningu. Það hefur sýnt sig í vetur að með hjálp okkar stuðningsmanna þá höfum við klárað saman leiki og þess vegna sendum við öllum ákall til stuðnings !!!!

Við verðum með skotleiki ýmsa og annað sem kemur á óvart, en hvað það er er verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, en eitt er víst að ávallt verður, ákaflega gaman þá :)

Áfram KFÍ Deila