Fréttir

KFÍ-KR í Lengjubikarnum á sunnudagskvöld

Körfubolti | 09.11.2012
Tyrone er mættur á Jakann
Tyrone er mættur á Jakann

KFÍ tekur á móti KR í Lengjubikarnum á morgun sunnudag kl.19.15 á Jakanum. Fyrri leikur okkar gegn KR í bikarnum fór 91-76 þar sem við áttum ágætis spretti, en það þarf meira til gegn sterkum KRingum.

 

Við teflum fram nýjum leikmanni á sunnudag Tyrone Bradshaw sem kemur til með að styrkja teiginn hjá okkur, en strákarnir eru búnir að hrista af sér síðasta leik og tilbúnir í slaginn.

 

Við verðum með Muurikka pönnuna með borgarana og einnig pylsurnar klárar 18.15 og er tilvalið að koma með fjölskylduna fyrir leik og fá sér "Borgar-ísjaka" og/eða pylsu fyrir leik.

 

Komum saman og hvetjum drengina til góðra verka. Það er nauðsynlegt að fá hvatningu þegar gefur á bátinn og það þekkja allir sem hafa lent í að illa gengur á vellinum  þá þarf hvatningu. Það eru ávallt ný markmið hjá KFÍ eftir hvern leik og það er að koma til næsta leiks og gera betur.

 

Komum saman og gerum okkar til að hjálpa við verkin.

 

Leikurinn verður að sjalfsögðu í beinni á KFÍ-TV og hefst útsending kl.19.00

 

Áfram KFÍ

Deila