Fréttir

KFÍ berst liðstyrkur!

Körfubolti | 21.01.2010
Atli Rafn Hreinsson
Atli Rafn Hreinsson

Það er sönn ánægja að segja frá því að Atli Rafn Hreinsson hefur ákveðið að ganga til liðs við KFÍ.  Atli er framherji sem mun styrkja hóp okkar verulega.  Hann hlaut uppeldi sitt í körfuboltanum í Snæfelli og hefur verið í yngriflokka landsliðum Íslands.  Fyrst uppeldi er nefnt hér, er ekki úr vegi að nefna það að Atli er sonur þekkts körfuknattleiksmanns, Hreins Þorkelssonar, sem er nýráðinn áfangastjóri MÍ.   Hjá KFÍ hittir hann svo fyrir bróður sinn Hlyn Hreinsson sem fluttist til Ísafjarðar nýlega og hefur einmitt stimplað sig skemmtilega inn í drengjaflokk KFÍ.

Við bjóðum Atla Rafn velkominn til leiks með KFÍ!

Ps. KFÍ hefur það fyrir satt að þeir eigi yngri bróður sem að sjálfsögðu er mikið efni í körfuknattleiksmann.  Vonumst við til þess að fá að sjá til hans í Körfuboltabúðum KFÍ í júní.  Þó við vonum auðvitað að hann eigi eftir að velja KFÍ einhverju sinni, búumst við ekki við því að kynna hann til leiks hér með jafn stuttu millibili og reyndin varð hjá þeim eldri bræðrum hans.

Deila