Fréttir

KFÍ krakkar í úrvalsbúðum KKÍ

Körfubolti | 22.08.2015
Efri röð f.v.: Helena Haraldsdóttir, Sara Kristín Gunnsteinsdóttir og Rakel Damilola Adeleye . Miðröð f.v.: Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Katla María Sæmundsdóttir og Sædís Mjöll Steinþórsdóttir. Neðsta röð: Sara Emily Newman og Viktoría Rós Þórðardóttir. Á myndina vantar Hrafnhildi Unu Magnúsdóttur og Snæfríði Árnadóttur.
Efri röð f.v.: Helena Haraldsdóttir, Sara Kristín Gunnsteinsdóttir og Rakel Damilola Adeleye . Miðröð f.v.: Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Katla María Sæmundsdóttir og Sædís Mjöll Steinþórsdóttir. Neðsta röð: Sara Emily Newman og Viktoría Rós Þórðardóttir. Á myndina vantar Hrafnhildi Unu Magnúsdóttur og Snæfríði Árnadóttur.
1 af 2

Um helgina fór fram seinni æfingalota ársins í úrvalsbúðum KKÍ fyrir krakka sem fæddir eru 2002, 2003 og 2004, auk afreksbúða fyrir krakka sem fædd eru 2001. Úrvalshóparnir eru undanfarar yngri landsliða Íslands og er þjálfun búðanna í höndum unglingalandsliðsþjálfara og gestaþjálfara sem fara yfir ýmis tækniatriði leiksins.


Bæði strákar og stelpur frá KFÍ tóku þátt í úrvalsbúðunum og afreksbúðunum. Yngri strákarnir æfðu í Dalhúsum í Grafarvogi en eldri hópurinn æfði á Álftanesi. Í Smáranum í Kópavogi fóru svo fram æfingar yngri stelpna en ellefu KFÍ stelpur,  á aldrinum ellefu- til þrettánára, tóku þátt í úrvalsbúðunum að þessu sinni. Fréttaritari KFÍ í höfuðborginni kíkti á æfingu hjá stelpunum og smellti mynd af þeim að lokinni góðri æfingu.

Deila