Um helgina fór fram seinni æfingalota ársins í úrvalsbúðum KKÍ fyrir krakka sem fæddir eru 2002, 2003 og 2004, auk afreksbúða fyrir krakka sem fædd eru 2001. Úrvalshóparnir eru undanfarar yngri landsliða Íslands og er þjálfun búðanna í höndum unglingalandsliðsþjálfara og gestaþjálfara sem fara yfir ýmis tækniatriði leiksins.
Bæði strákar og stelpur frá KFÍ tóku þátt í úrvalsbúðunum og afreksbúðunum. Yngri strákarnir æfðu í Dalhúsum í Grafarvogi en eldri hópurinn æfði á Álftanesi. Í Smáranum í Kópavogi fóru svo fram æfingar yngri stelpna en ellefu KFÍ stelpur, á aldrinum ellefu- til þrettánára, tóku þátt í úrvalsbúðunum að þessu sinni. Fréttaritari KFÍ í höfuðborginni kíkti á æfingu hjá stelpunum og smellti mynd af þeim að lokinni góðri æfingu.