Fréttir

KFÍ liðið klárt fyrir seinni hluta móts

Körfubolti | 08.01.2010
Lið KFÍ 2010
Lið KFÍ 2010
Þá er lið KFÍ klárt fyrir átök seinni hluta móts. Þrír menn hafa bæst við lið KFÍ. Nú rétt eftir áramót kom Hlynur Hreinsson til okkar og er mikill styrkur í dreng. Hann verður í miklu hlutverki hjá drengja og meistaraflokk og ætlar sér að vinna sér fast sæti þar.
Og okkar var að berast í hús leikheimild fyrir þá Igor og Denis. Það var ekki auðvelt að lenda því enda varð að berast LOC frá Quatar og Slóveníu og má að gamni setja inn að vinnuvikan í Quatar er þannig að á föstudögum er allt lokað, en svo byrjar vikan á laugardegi þegar allt er lokað hér heima :)
En allt er gott sem endar vel og allt klárt fyrir leikinn í kvöld. Hérna fyrir ofan er mynd af liðinu eins það er nú eftir áramót.

Áfram KFÍ. Deila