Fréttir

KFÍ semur við B.J. Spencer

Körfubolti | 07.07.2012
Velkominn B.J. Spencer
Velkominn B.J. Spencer

KFÍ var að ganga frá samning við hinn 28 ára gamla bakvörð B.J. Spencer. Spencer, sem er 193 cm og 90 kg, útskrifaðist frá Jacksonville State háskólanum og hefur meðal annars leikið í Portúgal og á Spáni. Drengur þessi á að falla vel að leikskipulagi KFÍ næsta vetur en fyrir var búið að ganga frá samning við Chris Miller-Williams um að koma aftur, en hann reyndist KFÍ ákaflega vel síðasta vetur. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá Spencer síðan hann var á Portúgal og á Spáni.

 

Spencer á Spáni

 

Spencer í Portúgal

 

Áfram KFÍ

Deila