Fréttir

KFÍ skrefi nær Iceland Express deildinni

Körfubolti | 13.02.2010
Igor er á flugi þessa dagana. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Igor er á flugi þessa dagana. Mynd Halldór Sveinbjörnsson

KFÍ komst einu skrefinu nær Iceland Express deildinni í kvöld eftir baráttusigur gegn Skallagrím í Borgarnesi. Lokatölur 76-77 ! Igor Tratnik var í stuði og skoraði 33 stig og var með 14 fráköst og 5 stoðsendingar og var langstigahæstur drengjanna. Annar var þetta góð vörn sem skóp þennan sigur og var liðsheildin sterk. Nú eru þrír leikir eftir hjá KFÍ og þurfum við einn sigur í viðbót til þess að komast beint upp um deild.

Næsti leikur KFÍ er sunnudagskvöldið 28 febrúar gegn spræku liði ÍA og geta með sigri þar tryggt sér sæti í efstu deild :) En það ber að geta þess að enginn er byrjaður að fagna enn. Við þurfum að einbeita okkur og missa ekki sjónar á takmarkinu. Einn leikur í einu er málið og allir leikir eru mikilvægir.

Það má gera ráð fyrir að fullt verði út úr dyrum á þessum leik og er mikil stemning í Ísafjarðarbæ.

Áfram KFÍ.

Deila