Fréttir

Kaffihús og kökubasar á skírdag

Körfubolti | 21.03.2016

Á skírdag verður hið árlega kaffihúsi yngri flokka KFÍ (Vestra) í íþróttahúsinu Torfnesi í tengslum við Páskaeggjamót KFÍ. Á sama tíma verður félagið með kökubasar í Samkaup. Allur ágóði af kaffihúsinu og kökubasarnum rennur óskiptur til barna- og unglingastarfs félagsins. Heimamenn, gestir og gangandi á Skíðaviku er hvattir til að leggja leið sína í íþróttahúsið, horfa á eða spila skemmtilegan körfubolta og fá sér gott með kaffinu í leiðinni. Kaffihúsið opnar kl. 11 þegar mótið hefst en kökubasarinn verður frá kl. 12 til 13 í Samkaup.

Deila