Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Lífið utan búðanna!

Körfubolti | 09.06.2009
Momir Tasic mundar kylfuna og er bara efnilegur.
Momir Tasic mundar kylfuna og er bara efnilegur.
Það hefur löngum loðað við fyrrverandi afreksmenn í ýmsum boltaíþróttum að þeir falla fyrir íþrótt með "smærri" bolta, þegar þeir hafa "lagt skóna á hilluna". Þarna á ég auðvitað við golfið! Gamla kempan Guðni Ó. Guðnason fór sem sagt með erlendu þjálfurum búðanna í gærkveldi, í miðnæturgolf. Það mun þeim hafa þótt einstæð reynsla og Guðni segist ekki hafa séð betri sveiflu hjá serbneskum golfara áður.
Deila