Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Til hamingju með afmælin!

Körfubolti | 10.06.2009
Gunnar, Julia, Sigvaldi og Sigurkarl.
Gunnar, Julia, Sigvaldi og Sigurkarl.
Það eiga fjórir af krökkunum afmæli á meðan á búðunum stendur. Það eru þau Sigurkarl Jóhannesson (ÍR), Sigvaldi Eggertsson (KR), Gunnar Ólafsson (Fjölni), Julia Lane Figuroa Sicat (UMFG). Eftir hádegismatinn í dag var afmælissöngurinn sunginn. Krakkarnir fengu svo dýrindis afmæliskökku í eftirrétt sem kláraðist á augabragði.

Nú er hvíld og hefst dagskráin aftur í dag kl. 15:00 með fyrirlestri um m.a. kraftþjálfun/íþróttagrunn og sýnikennslu Jóns Oddssonar.
Deila