Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Lárus Kjartansson tekinn í viðtal

Körfubolti | 09.06.2010
Lárus Kjartansson  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Lárus Kjartansson (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Lárus Kjartansson er þjálfari drengjaflokks ÍA og kom vestur gagngert til þess að fylgjast með æfingabúðunum og þjálfarnámskeiðinu.  KFÍ-síðan greip hann að sjálfsögðu í stutt spjall á leiðinni út á flugvöll.  Fyrsta spurning var að sjálfsögðu "how do you like Körfuboltabúðir KFÍ"?

"Mér líst bara mjög vel á allt fyrirkomulagið hérna og aðstæður virðast henta fullkomlega.  Þjálfarnir eru virkilega góðir og ég er svo sannarlega búinn að læra mikið af þessum meisturum.  Ég mun reyna að nýta mér þetta næstu árin og það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki gengið harðar á eftir mínum leikmönnum.  Þeir hefðu haft mikið gagn af því að koma hingað og þetta er að mínu mati kærkomin viðbót í íslenskan körfubolta og mér sýnist ekkert svipað vera í boði annars staðar á landinu.  Að lokum vil ég þakka kærlega fyrir mig og vona að þessar búðir séu komnar til þess að vera, sjáumst að ári!"

Að þeim orðu sögðum var Lárus rokinn upp landganginn og floginn suður á boginn.  KFÍ þakkar hlý og falleg orð og vonast til þess að sama skapi að sjá Lárus tvíefldan í vetur og næsta sumar. Deila