Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Minniboltanámskeið hafið

Körfubolti | 08.06.2010
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
1 af 5
Það voru 12 hressir krakkar sem mættu á fyrstu æfinguna hjá minniboltanum í æfingabúðunum þetta árið.  Þetta er nýr hópur sem við vorum ekki með í fyrra sem er mjög góð viðbót.  Toni Radic tók á móti krökkunum ásamt Eggert Maríusyni.  Farið var yfir knattrak og fleiri undirstöðu þætti leiksins og boltameðferðar.  Í lokin var skipt í tvö lið og keppt í körfubolta, en til þess er auðvitað leikurinn gerður!  Þjálfarar eru á því að þessi aldurshópur sé ekki hvað síst spennandi og fagna því mjög að fá tækifæri til þess að vinna með þeim.  Skemmtileg fyrsta æfing og góð vika framundan. Deila