Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Snyrtipinnar vistarinnar.

Körfubolti | 10.06.2010
Ingibjörg, Nína og Rannveig.  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Ingibjörg, Nína og Rannveig. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Skapast hefur sú hefð að heimsækja herbergi krakkanna (á Gistivist Menntaskólans á Ísafirði) og er þá einnig metið hversu snyrtileg umgengni þeirra er.  Þannig verður nauðsynlegt aðhald að skemmtilegum leik um leið.  Þetta er auðvitað keppni og henni fylgja sigurvegarar og sigurlaun!   Þetta árið voru það Grindvíkingarnir, þær Ingibjörg Sigurðardóttir, Nína María Schmidt og Rannveig María Björnsdóttir sem áttu snyrtilegasta herbergið á Vistinni.  Þær fengu að launum ís (þeyting) frá Hamraborg og pysluveislu á Bæjarins Bestu í Reykjavík (hvar annars staðar?).  Við óskum þeim stöllum til hamingju og verði þeim að góðu. Deila