Nú er rúm vika þangað til Körfuboltabúðir KFÍ byrja. Viðtökurnar eru mjög góðar og eru krakkar frá 10 félögum auk okkar búin að skrá sig. Verið er að leggja lokahönd á æfingatöfluna og þjálfaranámskeiðið, en mikið er í lagt til að gera búðirnar sem bestar fyrir krakkana og þjálfarana.
Við getum enn tekið við krökkum og eru þeir sem vilja koma og njóta hér alls hins besta í æfingum og utanumhaldi bent á tengilinn hér til vinstri undir nafni búðanna og í síma 896-5111 (Gauji)
Einnig er nýtt merki Körfuboltabúðanna frumsýnt hér eftir Jóhann Waage meistara og góðan vin okkar.
Við bendum fólki á að fylgjast vel með hér á síðunni næstu daga þar sem nokkrar stórfréttir eru að lenda sem gleðja munu alla sem taka þátt í þessu með okkur.
Deila