Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Ægir Þór og Tómas Tómasson mæta!

Körfubolti | 29.05.2011

Þær gleðifréttir bárust í dag þess efnis að snillingarnir landsliðsdrengirnir og liðsfélagarnir úr Fjölni þeir Tómas Tómasson og Ægir Þór Steinarson ætla að koma í Körfuboltabúðir KFÍ og miðla af reynslu sinni til krakkanna. Þeir standa í ströngu við landsliðsverkefna hjá KKÍ og svo eru þeir að fara saman til BNA og munu spila með Newberry háskólanum sem spilar í 2. deild NCAA.

 

Það er tilhlökkun hjá okkur að fá þá félaga til okkar.

Deila