Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Búðaslit

Körfubolti | 11.06.2011
Tony var frábær dómari :)
Tony var frábær dómari :)

Morgunæfingar hófust hjá hópi 4 kl. 08:00 og stjórnaði Tony Garbelotto æfingunni. Æfingarnar voru fjölbreyttar en meginmarkmið þeirra var einfaldlega að skerpa á sóknarleik, m.a. með því að vanda hlaup og hreyfingar í auðsvæði og hreyfa boltann til í sókninni. Æfingin hjá hópum 1-3 hófst kl 09:30 og stóð yfir til 11:00. Þeir Finnur, Geoff og Nebosja stýrðu hópnum og héldu áfram með æfingar í m.a. knattraki og sendingum.

 

Gert var 30 min hlé að loknum æfingum og hófst svo úrslitakeppni í skotleikjum og 1:1 keppni. Þetta voru spennandi úrslitaviðureignir og gaman að fylgjast með þeim. Að þessu loknu tók við úrslitaleikur í deildarkeppni búðanna og áttust lið þeirra Geoff Kotila og Hrafns Kristjánssonar við í þeim leik. Leikurinn varð gríðarlega spennandi og var jafnt á öllum tölum. Það var rétt í blálokin sem lið Hrafns náði 2ja stiga forskoti og tæplega 9 sekundur dugðu hinum ekki til þess að jafna þrátt fyrir ótrúlega margar skæðar tilraunir. Það sem kannski mun teljast merkilegast í körfuboltasögunni við þennan leik, er að formlegur dómar var enginn annar en Anthony Garbelotto sem tók hlutverk sitt alvarlega (eins og hann gerir líklega ætíð). Þetta kom ekki til af góðu, önnur af dómaraflautum KFÍ var týnd og Tony skilyrti lán sitt á flautinni sem hann á, við það að hann væri sá eini sem blési í hana. 

 

Að þessari skemmtan lokinni tók við hefðbundið útigrill og stóðu þau Elfar Ingason, Þorsteinn Þráinsson og Eva Friðþjófsdóttir vaktina við Murikka pönnurnar. Öllum gestum okkar var boðið upp á pylsur, fiskisúpu og grillaðan steinbít með hrísgrjónum. Það hefðbundnasta við þessa lokaveislu búðanna er góða veðrið sem virðist vera alveg tryggt á þessum degi. Loksins fengum við nefnilega talsverð hlýindi og sól í heiði.

 

Listi yfir viðurkenningar og úrslit keppna:

 

Skotkeppni yngri: Sigvaldi Eggertsson

Vítakeppni yngir: Sigvaldi Eggertsson

 

3ja stiga keppni hópur 3: Ingimar Aron Baldursson

Vítakeppni hópur 3: Hákon Ari Halldórsson

Sigurvegari í 1:1 keppni, hópur 3: Haukur Hreinsson

 

3ja stiga keppni hópur 4: Þröstur Krisjánsson

Vítakeppni hópur 4: Jón Kristinn Sævarsson

Sigurvegari í 1:1 keppni, hópur 4: Sigmundur Ragnar Helgason

 

Mestu framfarir hópur 1: Guðni Rafn Róbertsson

Mikilvægasti leikmaður hópur 1: Orri Stínuson

 

Mestu framfarir hópur 2: Rúnar Ingi Guðmundsson

Mikilvægasti leikmaður hópur 2: Linda Marín Kristjánsdóttir

 

Mestu framfarir hópur 3: Kristín Helgadóttir

Mikilvægasti leikmaður hópur 3: Dýrfinna Arnardóttir

 

Mestu framfarir hópur 4: Sara Diljá Sigurðardóttir

Mikilvægasti leikmaður hópur 4: Jón Kristinn Sævarsson

 

Mestu framfarir Körfuboltabúða KFÍ 2011: Gautur Arnar Guðjónsson

Mikilvægasti leikmaður Körfuboltabúða KFÍ 2011: Sigvaldi Eggertsson 

Deila