Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2013

Körfubolti | 11.04.2013
Það fer að styttast í fjörið
Það fer að styttast í fjörið

Búðirnar hefjast miðvikudaginn.5 júní kl.10.00 og þeim lýkur mánudaginn 10. júní kl.12.00. Þær eru ætlaðar körfuboltaiðkendum frá 10 ára aldri og uppúr.

Samhliða búðunum verður boðið upp á þjálfaranámsskeið frá föstudeginum 7. júní til sunnudagsins 10. júni og verður ekki rukkað fyrir námskeiðið. Þarna er klárlega á ferðinni kjörið tækifæri fyrir metnaðarfulla þjálfara að slá tvær flugur í einu höggi, bæta við þekkingu sína og njóta töfra Vestfjarða!

Skráningar í búðirnar og á þjálfaranámsskeiðið sendist á netfangið kfibasketball@gmail.com, einnig er hægt að fá frekari upplýsingar hjá Guðjóni Þorsteinssyni í síma 896-5111.

 

 

 

Taka verður fram í skráningu:

* Nafn iðkenda og kennitölu

* Forráðamaður, netfang og símanúmer

* Félag (ekki nauðsynlegt)

* Hvað iðkandinn er skráður í (allur pakkinn, eða hlutar)

* Sérþarfir iðkenda (lyf, ofnæmi og annað)
 

Verð fyrir þjálfun, gistingu og fullt fæði er samtals kr. 40.000.  

Ef einstakir hlutar pakkans eru teknir út þá kostar hver eining:

Stakar búðir kosta kr. 22.000, gisting í 6 nætur kr. 8.000 og fullt fæði kr.15.000

 

Tryggingargjald fyrir herbergi er kr. 2.000 sem greiðist til baka ef frágangur á herbergi telst góður.

 

Þegar pöntun er móttekin er staðfesting send til baka.

 
Praktísk atriði:

Gistingin er svefnpokagisting, boðið er upp á rúm en taka þarf með svefnpoka eða sængur og kodda.

Foreldrar/fararstjórar munu hafa aðgang að þvottavélum þannig að óþarfi er að hafa föt til skiptanna fyrir alla dagana.

Frítt verður í sund fyrir þátttakendur þannig að upplagt er að taka sundfötin með og teygja úr sér í pottinum á milli æfinga.

Deila