Fréttir

Körfuboltadagur KFÍ

Körfubolti | 06.01.2015

Laugardaginn 10. janúar, kl. 9-13, verða haldnar stuttar körfuboltabúðir fyrir iðkendur KFÍ og aðra áhugasama körfuboltakrakka í íþróttahúsinu Torfnesi, Ísafirði. Búðirnar eru ætlaðar krökkum í 3.-10. bekk og verður þátttakendum skipt í hópa eftir getu.

 

Yfirþjálfarar búðanna verða Nebojsa Knezevic og Labrenthia Murdock en þeim til aðstoðar verður einvalalið þjálfara, m.a. úr meistaraflokkum KFÍ.

 

Pizzuveisla í lok æfingabúðanna og síðan er öllum þátttakendum boðið á leik kl. 14 þar sem meistaraflokkur KFÍ tekur á móti Þór Akureyri í 1. deild karla.

 

Þátttökugjald er 500 krónur.

Deila