Fréttir

Krakkarnir á Patreksfirði ánægðir með æfinguna

Körfubolti | 05.09.2011

Strákarnir okkar stjórnuðu æfingu fyrir körfuboltakrakkana á Patró.  Mjög góð mæting var og tókst æfingin mjög vel.

 

Jón Hrafn stjórnaði æfingunni en hinir leikmennirnir voru allir til aðstoðar. 

 

Um 35 krakkar mættu sem hlýtur að teljast mjög gott þegar rúmlega 50 börn eru í skólanum.  Æfingin tókst frábærlega og voru krakkarnir alvega á fullu í einn og hálfan tíma.  Hafði Jón á orði hversu ánægður han var með dugnað og einbeitingu krakkanna.

 

Mikið af efnilegm körfuboltamönnum og greinilegt að Aron er að gera fína hluti með körfuboltakrakkana á Patró.

Deila