Fréttir

Krílaboltinn hefst í dag

Körfubolti | 07.09.2011
Það var gaman í fyrra
Það var gaman í fyrra

Loksins eru litlu krílin að byrja hjá KFÍ. Þessi hópur var mjög vinsæll í fyrra og var vel mætt.

 

Núna er þetta að byrja aftur og mun Kristján Pétur Andrésson sjá um æfingarnar.  Við mælum með að foreldrar sendi krakkana sína í dag og leyfi þeim að pústa og leika sér.  Krílaboltinn er gjaldfrjáls og því ætti kostnaðurinn ekki að vefjast fyrir neinum. 

 

Vonumst við til að sjá sem flesta. 

 

Æfingin er frá 16.00-16.50 á miðvikudögum og eru æfingarnar í íþróttahúsinu við Austurveg.

Deila