Fréttir

Lærðu betri tækni hjá Borce

Körfubolti | 02.03.2015
1 af 3

Um 35 krakkar mættu á námskeið sem Borce Ilievski körfuboltaþjálfari hélt síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu á Torfnesi. Borce á langan feril að baki sem þjálfari og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem þátttakendur á námskeiðinu nutu góðs af. Farið var í gegnum fjölbreyttar tækniæfingar og lögðu krakkarnir hart að sér við æfingarnar enda öll ákveðin í að bæta sig og ná betri árangri sem körfuboltamenn. Borce til aðstoðar voru þau Pance, Florian, Nebojsa og Labrenthia sem öll eru þjálfarar yngri flokka KFÍ jafnframt því að spila með meistaraflokki. Fá þau miklar þakkir fyrir gott og gagnlegt námskeið, en fyrst og síðast Borce sem lét veður og ófærð ekki stoppa sig í að koma til Ísafjarðar til að heimsækja sitt gamla félag, KFÍ.

 

 

Deila