Fréttir

Loksins heimaleikur hjá mfl.karla KFÍ

Körfubolti | 30.01.2013
Fyrirliðinn er tílbúinn
Fyrirliðinn er tílbúinn

Það verður kátt á Jakanum á föstudagskvöldið n.k. en þá er fyrsti heimaleikur mfl.karla KFÍ á þessu ári og síðasti leikur okkar heima var 6.desember. Gestir okkar að þessu sinni eru drengirnir frá Sauðárkrók og koma þeir með tvöfalt lið á föstudag vegna þess að strax eftir leik meistaraflokkanna er leikur unglingaflokka félaganna. Það er því mikil kátína í heimamönnum og mikil körfuboltahelgi hér heima að bresta á.

 

Leikur mfl.karla hefst kl.19.15 og verður að sjálfsögðu í beinni á KFÍ-TV fyrir vini okkar á Sauðárkrók en þar á bæ er fólk duglegt að koam saman og horfa á útileiki sinna manna. Einnig eru þeir fjölmargir annarstaðar af landinu og víða um heim sem horfa á þessar útsendingar og eru drengirnir á KFÍ-TV farnir að hlakka til mikið.

 

Strax að leik loknum taka unglingarnir við eða kl.21.15. 

 

Þetta er upphafið að mikilli körfuboltaveislu, en stúlknaflokkur með sameiginlegu liði KFÍ, Tindastóls og Harðar frá Patreksfirði keppa hér um helgina gegn Haukum, Fjölni og Breiðablik og verða þeir leikir á laugardag og sunnudag á Jakanum og út í Bolungarvík. Þess að auki munu hetjurnar okkar í KFÍ-B taka á móti Keflavík á Íslandsmóti B-liða.

 

Nánar verða tímasetningar þessara leikja sett inn á morgun þegar allt tímar hafa verið staðfestir.

 

Áfram KFÍ

Deila