Fréttir

Meistaraflokkur KFÍ leikur gegn Skallagrím á föstudagskvöld.

Körfubolti | 11.02.2010
Áfram KFÍ
Áfram KFÍ
Strákarnir í meistaraflokk eru að leggja í ferð til Borgarnes á morgun og keppa við lið Skallagríms. Það er ætíð erfitt að keppa í Borgarnesi og áhorfendur þar eru með þeim skemmtilegustu á landinu. Það er okkar von að einhverjir Vestfirðingar komi  í Borgarnes og styðji við bakið á okkar drengjum.

Þetta verður án efa hörkuviðureign og má ekki gleyma því að þeir fóru illa með okkur í leiknum heima á Jakanum fyrr í vetur og unnu verðskuldaðan sigur. Það eru topp leikmenn þarna í báðum liðum, en það er hugur í okkar strákum að hefna ófaranna síðan síðast :)

Áfram KFÍ.  Deila