Fréttir

Mikið að gerast hjá KFÍ á helginni

Körfubolti | 26.11.2011
"Ísdrottningarnar" stóðu sig vel á Íslandsmótinu eins og strákarnir.

Mikið var að gerast hjá KFÍ um helgina.Á föstudagskvöldið byrjaði körfuhelgin hjá okkur með sigri á Breiðablik 110-103 hjá meistaraflokk karla og er sagt frá þeim leik neðar á síðunni.

 

Laugardagsmorguninn byrjaði á hörkuleik í unglingaflokk þar sem við öttum kappi við lið kópanna frá Breiðablik. Úr varð hörkuleikur og voru það piltarnir að sunnan sem hirtu stigin tvö sem voru í boði. Lokatölur 79-86. Strákarnir okkar misstu leikinn of langt frá sér og voru að elta mest allan seinni hálfleik. Kannski hefðum við gert betur með smá auka svefni og reynum við það næst.

 

Stig KFÍ. Hlynur 21, Leó 14, Sævar 13, Kristján 11, Hermann 10, Sigmundur 6 og Gautur 4.

 

Fjölliðamót var hér heima hjá 7. flokk drengja og voru hingað komin lið frá Fjölni, Aftureldingu og Kormák auk okkar og varð úr hin besta skemmtun. Strákarnir sem eru flestir á yngra ári eða tólf af sextán stóðu sig prýðilega þrátt fyrir að tapa öllum leikjum sínum en þeir eru alltaf að koma betur út úr skelinni og verður gaman að fylgjast með þeim í náinni framtíð.

 

10. flokkur drengja er á Hellu og tekur þátt í fjölliðamóti þar. Þeir lentu í svakaleik gegn Val og töpðu með minnsta mun eða einu stigi eftir framlengdan leik, lokatölur 77-76. En í síðari viðureign þeirra í dag tóku þeir sig á, sýndu sparihliðina á sér og unnu sannfærandi sigur gegn Heklu, lokatölur þar 59-43. Strákarnir byrjuður svo sunnudagsmorguninn á því að sigra lið Áftanes, lokatölur 55-28. Lokaleikur drengjanna var síðan gegn KR og töpðuð þeir þeim leik 66-52. Strákarnir eru að taka miklum framförum hjá þjálfara sínum Ara Gylfasyni og ætla þeir að ná berti árangri í næsta fjölliðamóti sem við vonum að verði hér heima eftir áramót. 

 

Og síðast en alltsekki síst eru "Ísdrottningarnar" okkar í meistaraflokk fyrir sunnan og keppa þar tvo leiki. Sá fyrri var í gær laugardag gegn liði Laugdæla og unnu stúlkurnar stórsigur, lokatölur 64-33. Seinni leikur þeirra var gegn Skallagrím frá Borgarnesi og er óhætt að segja að stelpurnar hafi ekki slegið slögu við þar og gjörsigrðuðu Skallagrím einnig, lokatölur 71-43 og koma því heim með fullnaðarsigur úr þessari ferð. Það er greinilegt að Pétur Már þjálfari er að ná góðum árangri með stelpurnar og gaman að sjá leikgleðina þar. Stigaskor leikmanna mun koma á morgun.

 

Helginni lauk svo með síðasta leik okkar í Lengjubikarnum og fóru strákarnir suður í Grafarvog og kepptu við lið Fjölnis. Þetta var mjög skemmtilegur leikur þar sem við leiddum lengst af og fór svo að leukurinn var mjög spennandi á síðustu mínútunum. Við töpuðum leiknum með minnsta mun þegar Nathan Walkup skoraði um leið og klukkan sló lokahöggið. Lokatölur 94-93.  

Það verður að hrósa strákunum fyrir góða baráttu, við erum enn án Chris og þar af leiðandi fremur lágvaxnir miðað við mótherja okkar og töpuðum við frákastabaráttunni 51-30 og þar fór leikurinn að mati fréttaritara, en þrátt fyrir þetta gáfust menn aldrei upp og leiðinlegt að missa unnin leik í blálokin. Það er þó súrsætt að geta skrifað svona, þar sem við erum í 1.deild og Fjölnir í IE-deildinni, en koma tímar, koma brjálaðir ísbirnir í næstu leiki.

 

Stig KFÍ. Craig 28, 8 fráköst, 8 stoðsendingar. Ari 24 stig 9 fráköst. Afmælisbarnið Siggi Haff átti mjög góðan leik og gerði 16 stig og var með mjög góða skotnýtingu. Jón Hrafn 11 stig, 4 fráköst.Hlynur komst vel frá sínu og setti 7 stig. Kristján Pétur var með 5 stig, en mikið hefur mætt á honum undanfarna daga með þrjá leiki á janfmögum dögum sem og Leó sem setti 2 , Sævar, Simma og Hermanni en þeir hafa allir verið á fullu alla helgina og spilað þrjá leiki á jafnmörgum dögum..

 

Við getum verið mjög sátt við gengi okkar í Lengjubikarnum. Við erum eina 1. deidarliðið en með okkur voru Grindavík, Haukar og Fjölnir sem eru öll í Iceland Express deildinni og við endum í öðru sæti í okkar riðli sem verður að teljast mjög gott með þetta unga og efnilega lið.  

 

Við hér heima erum stolt af okkar fólki og kætumst við þá tilhugsun að vera með svona öflugt starf.

 

Áfram KFÍ

Deila