Fréttir

Minniboltinn vann 3 leiki af 4

Körfubolti | 25.11.2012
Minnibolti KFÍ
Minnibolti KFÍ
1 af 4

Minniboltastrákarnir okkar gerðu góða ferð suður og unnu 3 leiki en því miður tapaðist einn á flautukörfu og því missum við af því að fara upp í C-riðil

 

9 galvaskir minniboltastrákar voru mættir í Kennaraháskólann til að mæta þar Ármenningum og ÍR-ingum í tvöfaldri umferð.

 

Leikur #1

KFÍ - ÍR  75-27

KFÍ sveinar mættu hér ÍR ingum sem voru nýbúnir að tapa fyrir Ármanni.  Má vera að ÍR ingar hafi verið lúnir en þeir rétt hengu í KFÍ fyrstu mínúturnar.  Staðan breytist úr 10-9 í 44-9 og eftirleikur auðveldur.  KFÍ piltar mættu einbeittir og báráttuglaðir í þennan leik og fínn körfubolti sást hjá strákunum.

Stigin:

Hilmir Hallgrímsson 21

Hugi Hallgrímsson 16

Egill Fjölnisson 16

Gísli Njálsson 10

Magni Þrastarson 4

Þorleifur Ingólfsson 4

Kjartan Helgason 2

Oddfreyr Atlason 2

 

Leikur #2

KFÍ - Ármann B  62-33

Öruggur stórsigur gegn góðu liði Ármenninga.  Leikur rétt jafn í byrjun en svo siglum við fram úr og spilum virkilega vel.  Allir leikmenn voru að spila vel, fínn samleikur í sókn og góð einbeiting í vörn og barátta um fráköstin.  Þegar allir mæta svona einbeittir í verkefnið gengur vel enda stórsigur niðurstaðan.

Stigin:

Hilmir Hallgrímsson 30

Egill Fjölisson 14

Hugi Hallgrímsson 8

Magni Þrastarson 4

Gísli Njálsson 2

Þorleifur Ingólfsson 2

Kjartan Helgason 2

 

Leikur #3

KFÍ - Ármann B  37-39

Ekki alveg sama frammistaðan og í síðasta leik.  Sá dugnaður og barátta sem einkenndi strákana í leiknum á laugardeginum var ekki til staðar og því tapast leikur.  Eflaust hafa KFÍ piltar ofmetnast af fínum árangri dagsins á undan en lexía dagsins er að ekkert kemur af sjálfu sér.  Menn þurfa að hafa fyrir hlutunum eigi sigur að vinnast.  Það vantaði sem sagt mikið upp á góðan varnaleik og baráttu í fráköstum.

Annars þróaðist leikur þannig að KFÍ byrjar betur, komumst í 8-0 og höldum ágætist forystu fram í 2. fjórðung en þá kemst Ármann yfir og var það nokkuð áfall fyrir KFÍ prinsana.  Menn fóru að einbeita sér að öðru en að berjast og spila körfubolta og staðan eftir 3. fjórðung 28-23 Ármanni í vil.  Lokafjórðungurinn var sveiflukenndur, Árman kemst í 34-27 en þá kemur ljómandi kafli hjá okkur þar sem við komumst í 37-34 og 2 mínútur eftir.  Því miður skora Ármenningar síðustu 5 stigin og sigurkörfuna 2 sekúndum fyrir leikslok.

Það voru því niðurlútir kappar sem röltu útaf í leiklok en svona gerist þegar full einbeiting og barátta er ekki til staðar.  Þetta fer bara í reynslubankann.

Stigin:

Hilmir Hallgrímsson 11

Egill Fjölnisson 10

Hugi Hallgrímsson 6

Þorleifur Ingólfsson 4

Magni Þrastarson 2

Gísli Njálsson 2

Kjartan Helgason 2

 

Leikur#4

KFÍ - ÍR 58-40

Eftir áfallið gegn Ármanni var farið beint í leik gegn ÍR.  Strákar hysjuðu upp um sig sokkana og unnu öruggan sigur þó ekki hefði hann verið eins sannfærandi og daginn áður.  KFÍ náði forystu strax í byrjun og bætti smám saman við eftir því sem leið á leikinn, öruggur og ágætur sigur.

 

Stigin:

Hilmir 23

Hugi 14

Egill 8

Magni 8

Þorleifur 2

Kjartan 2

Gísli 1

 

Niðurstaða helgarinnar þannig 3 sigrar og eitt tap.   Ármenningar vinna væntanlega riðilinn þar sem þeir náðu að tefla fram 10 manns á laugardeginum.  Í minnibolta gildir sú regla að spili lið 10 manns þannig að engin spili meira en 2 af fyrstu 3 fjórðungum fær liðið aukastig.  Við náðum ekki að stilla upp nema 9 manna liði og því áttum við ekki kost á að ná í aukastig og því endum við með færri stig en Ármann þó svo að innbyrðisviðureignir hafi verið okkur verulega í hag.

 

Spilamennskan var ágæta hjá strákunum og þá sérstaklega á laugardeginum.  Framfarir eru greinilegar og ef þeir verða duglegir að mæta á æfingar verða þeir bara betri, æfingin skapar meistarann. 

 

 

Deila