Fréttir

Mirko Stefán skrifar undir að nýju

Körfubolti | 30.05.2013
Mirko er flottur Ísfirðingur
Mirko er flottur Ísfirðingur

Það eru góðar fréttir að hinn geðþekki og frábæri körfuboltamaður Mirko Stefán er á leið heim að nýju í haust. Mirko var með 17 stig og 10 fráköst í leik á síðasta tímabili og óx með hverjum leik. Hann var einnig mjög vinsæll meðal leikmanna og bæjarbúa enda algjör snillingur að eðlisfari. Nú fara línur að skýrast og frekari frétta að vænta á næstu dögum. Birgir Örn þjálfari er á leið heim og er fyrsta æfing á laugardag 1.júní undir hans stjórn.

 

Þetta eru gleðifréttir fyrir okkur Vestfirðinga.

 

Áfram KFÍ

Deila