Fréttir

Nýr drengur til KFÍ

Körfubolti | 09.11.2012
Velkominn Ty
Velkominn Ty

KFÍ er að fá liðsauka inn í teiginn. Þar er kominn Tyrone Bradshaw sem spilaði með University of Southern Indiana og spilaði síðast í Þýskalandi hjá Licher Basket Bear í B-deildinni þar sem hann var með 14.7 stigum, tók 7.8 fráköst og varði 3 skot í leik.

 

Tyrone er 203 cm á hæð og er fín skytta alveg út fyrir bogann en honum finnst ekkert leiðinlegt að vera kringum körfuna og troða nokkrum vel völdum. Við bindum miklar vonir við að hann styrki leik okkar inn í teignum verulega og bindi saman vörnina.

 

Deila