Fréttir

Öruggur sigur gegn Breiðablik hjá stelpunum okkar

Körfubolti | 05.11.2011
Stelpurnar spiluðu mjög vel
Stelpurnar spiluðu mjög vel

KFÍ stúlkur byrjuðu með látum, spiluðu góða vörnu  og náðu flótlega góðri og öryggri forystu.  Tölur eins og 12-0, 17-3 sáust og staðan eftir fyrsta fjórðung 20-5 og grunnur að sigril lagður.

 

Blikar klóruðu í bakkann í næsta fjórðungi en svipaður munur hélst, staðan í hálfleik 29-16. 

 

Síðari hálfleikurinn spilaðist síðan svipað, KFÍ alltaf með yfirhöndina, náðu vel að stöðva allar sókanaraðgerðir Blika með góðum varnarleik.  16 stiga munur var kominn í lok þriðja fjórðungs og svo enduðu leikar 58-36, öruggur 22 stiga sigur.

 

Það sem skóp sigurinn var góður varnarleikur stúlknanna.  Pétur var duglegur að setja ungu stúlkurnar inn á og var gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig.

 

Allt liðið spilaði vörnina vel, Eva var atkvæðamest í sókninni og Svandís gríðaröflug í fráköstunum.  Annars stóðu þær sig allar mjög vel og erfitt að gera upp á milli þeirra.  Nálgast má tölfræðina úr leiknum hér.  Stemmir ekki alveg við skýrslu og bað skrásetjari menn að taka viljann fyrir verkið.

 

Annars skiptust stigin svona skv. leikskýrslu:

Eva Margrét Kristjánsdóttir
19
Svandís Anna Sigurðardóttir
11
Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir
9
Sigríður Guðjónsdóttir
8
Rósa Överby
4
Vera Óðinsdóttir
4
Marelle Maekelle
2
Guðlaug Helga Sigurðardóttir
1
Deila