Fréttir

Ótrúlegt áhugaleysi

Körfubolti | 30.08.2010
Áfram körfubolti !!!
Áfram körfubolti !!!
Okkur á kfi.is finnst ótrulegt að ekki skuli vera sýnt frá heimsmeistaramótinu í körfubolta. Þarna eru 24 lið að keppa og þar á meðal eru Spánn, Serbía, Þýskaland, Bandaríki N-Ameríku og leikirnir til þess hafa verið alveg magnaðir og mörg óvænt úrslit.

Það er hægt að sjá leikina beint á netinu á opinberri heimasíðu HM gegn vægu gjaldi en einnig bendum við á umfjallanir karfan.is og frá bræðrum okkar í Hnífsdal á Fúsíjama TV af mótinu.

Það eru rosalega margir að kaupa þetta af netinu og er það ágætt, en að sama skapi gefum við ekki mikið fyrir að fjölmiðlar sinni þessu ekki !

183 lönd sýna þetta í beinni


En ekki á Íslandi ???? Deila