Þá er allt að komast í eðlilegt horf á Jakanum. Pétur þjálfari er kominn heim eftir ansi langt og erfitt verkefni með landsliðinu út um alla Evrópu. Það er gott að fá hann til baka og núna eru erlendu leikmenn okkar þeir Chris og B.J. Spencer að koma á næstu dögum sem og að Mirko er að detta í hús og er þá hópurinn að verða klár fyrir veturinn.
Þetta verður mjög krefjandi vetur hjá KFÍ í öllum flokkum, en öllum er farið að hlakka til verkefna tímabilsins. KFÍ-TV er búið að vera í útsendingum í allt sumar með fótboltanum og eru komnir með ýmislegt nýtt sem áhugavert verður að sjá.
Yngri flokkar okkar eru komnir á fullt og stjórn KFÍ og unglingaráð eru á fullu. Sem sagt allt að gerast hjá okkur og tilhlökkun í hverju horni.
Áfram KFÍ
Deila