Fréttir

Samhentir styrkir KFÍ.

Körfubolti | 12.11.2009
Hér eru þeir Jón Þór Ágústsson og Ingólfur Þorleifsson að undirrita samninginn.
Hér eru þeir Jón Þór Ágústsson og Ingólfur Þorleifsson að undirrita samninginn.
Í dag var skrifað undir styrktar samning á milli Samhenta og KFÍ. Þar með heldur þetta góða fyrirtæki áfram að styrkja KFÍ fjölskylduna, en þeir hafa verið einn af okkar bakhjörlum undanfarin ár. Gerður var þriggja ára samningur og erum við í KFÍ mjög þakklát fyrir þetta. Það var Jón Þór Ágústsson sölufulltrúi sjávarútvegs hjá Samhentum sem kom vestur til að undirrita samninginn og Ingólfur Þorleifsson formaður KFÍ tók vel á móti kappanum. Þess má geta að Jón Þór er frá Ísafirði og og einnig er Guðmundur Stefán Maríasson hjá Samhentum en hann spilaði fyrir KFÍ og eftir að ferli hans sem leikmanns lauk, þá dæmdi hann fyrir félagið í yfir 20 ár. Deila