Fréttir

Samningur við Klofning undirritaður

Körfubolti | 17.11.2014
Nafnarnir Guðni Einarsson og Guðni Guðnason undirrita samninginn.
Nafnarnir Guðni Einarsson og Guðni Guðnason undirrita samninginn.

Á leiknum gegn Breiðabliki síðastliðinn föstudag undirrituðu Guðni A. Einarsson framkvæmdarstjóri Klofnins ehf á Suðureyri og Guðni Ólafur Guðnason gjaldkeri KFÍ samstarssamning KFÍ og Klofnings. Fyrirtækið Klofningur hefur verið einn aðal styrktaraðili KFÍ frá 2010. Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag er til eins árs og er framlenging á fyrri samningi.

 

Það þarf varla að fjölyrða um hve mikilvægt það er fyrir KFÍ að eiga jafn öflugan bakhjarl og Klofining. Slíkur stuðningur gerir félaginu kleift að stuðla að öflugu starfi í öllum aldursflokkum viðhalda því öfluga starfi sem byggst hefur upp hjá KFÍ undanfarna áratugi.

Deila