KFÍ sigraði Ármann örugglega nú fyrr í kvöld, 85-58. Það var ekki mikil mótspyrna frá liði Ármanns í kvöld. Igor sýndi enn og aftur hversu góður leikmaður hann er. Hann tróð eins og óður væri og hleypti salnum upp. Svona tilþrif eru kærkomin á Jakanum. Það er gaman að segja frá því að allir leikmenn skoruðu og liðsheildin var frábær. Vörnin small og bros á hverju andliti. Nú er bikarinn kominn til okkar og undirbúningur á fullu fyrir næsta tímabil :)
Strákarnir eru flottir og skemmtilegur dagur sð kveldi kominn. Næsta stóra verkefni eru Körfuboltabúðir KFÍ 2010 !!!
Áfram KFÍ.
Deila