Fréttir

Sigurför 7. flokks drengja til Reykjavíkur – miklar framfarir

Körfubolti | 18.11.2013
7. flokkur KFÍ með Mirko þjálfara og Irek fararstjóra
7. flokkur KFÍ með Mirko þjálfara og Irek fararstjóra

Strákarnir í 7. flokki drengja KFÍ gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þrjá af fjórum leikjum sínum á fjölliðamóti KKÍ sem  haldið var í Reykjavík um nýliðna helgi. Mótið fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans og öttu strákarnir kappi við Ármann b, Breiðablik b, Álftanes og ÍR. Mjög naumt var á munum í leiknum gegn Breiðablik og fór svo á endanum að Blikarnir rétt mörðu sigur á okkar mönnum, 26-22. Mótið er annað af fjórum mótum sem liðið tekur þátt í vetur og ef fram fer sem horfir eiga strákarnir góða möguleika á því að vinna sig upp um riðil í vetur en þeir keppa nú í D-riðli.

 

Þjálfari 7. flokks er Mirco Virijevic, meistaraflokkskempa KFÍ, og hefur liðið tekið miklum framförum undir hans stjórn í vetur. Mjög góður andi ríkir í liðinu og sýndu strákarnir það bæði innan sem utan vallar. Lið helgarinnar var skipað þeim Gísla Steini, Þorleifi, Michau og Daníel sem allir eru fæddir 2001 og minniboltastrákunum Agli, Hilmi, Huga og Guðmundi, sem fæddir eru 2002. Þess má geta að yngri strákarnir æfa og keppa einnig í minnibolta á meðan þeir eldri hlaupa í skarðið í keppni hjá 9. flokki drengja þegar þörf krefur enda er um sameiginlegan æfingahóp drengja á aldrinum 11-14 ára að ræða og hafa margir þeirra æft saman um árabil þrátt fyrir aldursmuninn.

 

KFÍ var stigahæst í riðlinum eftir mót helgarinnar en þar sem liðið var einungis skipað 8 leikmönnum náði það ekki upp um riðil. Sú regla er viðhöfð í yngri flokkum körfunnar að þau lið sem tefla fram tíu leikmönnum eða fleirum í keppni fá aukastig fyrir. Okkar menn urðu af aukastiginu í þetta sinn en þar sem verulega hefur fjölgað í yngri flokkum KFÍ í haust standa vonir til þess að æfingahópurinn stækki á næstu vikum og liðið geti þannig mætt með a.m.k. tug leikmanna á næsta fjölliðamót, sem fram fer í febrúar.

 

Glæsileg frammistaða hjá drengjunum en vítin þarf aðeins að æfa, strákar fengu 26 víti í mótinu og settu 6 niður, það er ekki nógu gott.  Nú er æfa víti og önnur skot og gera betur næst.

 

Úrslit helgarinnar:

Ármann : KFÍ                     15 – 24

Sigin:

Hilmir 12

Daníel 6

Egill 2

Hugi 2

Guðmundur 2

 

Breiðablik : KFÍ                 26 – 22

Stigin:

Hilmir 11

Egill 6

Hugi 4

Daníel 1

 

Álftanes : KFÍ                     22 – 40

Stigin:

Hilmir 17

Hugi 8

Daníel 6

Gísli 4

Egill 2

Þorleifur 2

Guðmundur 1

 

ÍR : KFÍ                                15 – 30

Stigin:

Guðmundur 10

Hugi 7

Hilmir 7

Daníel 4

Egill 2

 

 

 

 

Áfrm KFÍ
Deila